Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Jón) Pálsson

(2. ág. 1859–7. ág. 1929)

Trésmiður.

Foreldrar: Páll gullsmiður og hreppstjóri Einarsson í Sogni í Kjós og kona hans Guðrún Magnúsdóttir óðalsbónda og skipherra Waages í Stóru Vogum. Var snemma hagleiksmaður, nam trésmíðar ungur í Rv.

Var í Kh. 1885 til að fullkomna sig í smíðum og dráttlist (og aftur 1902), enda sagði ýmsum til í þessu jafnhliða trésmíðum.

Reisti íbúðarhús og kirkjur víða um land. Stóð fast að stofnun félags iðnaðarmanna í Rv. og einkum iðnskólans. Heiðursfélagi iðnaðarmannafél. í Rv.

Kona (1888): Sigríður Láretta Pétursdóttir rennismiðs í Njarðvík, Guðmundssonar; þau slitu samvistir, og fór hún til Vesturheims.

Börn þeirra: Steinunn og Lára fóru til Vesturheims, Páll trésmiður í Vesturheimi, Guðrún átti Gísla sendiherra Sveinsson í Ósló (Óðinn XIV; Br7.; Tímarit iðnaðarmanna, 3. og 4. árg.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.