Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Helgi) Guðmundsson

(24, júní 1870–10. júní 1940)

.

Bóndi. Foreldrar: Guðmundur hreppstjóri í Miðdal í Mosfellssveit (d. 15. jan. 1916, 87 ára) Einarsson á Álfsstöðum á Skeiðum, Gíslasonar, og seinni kona hans Vigdís (d. 3. sept. 1933, nær 101 árs) Eiríksdóttir í Vorsabæ á Skeiðum, Hafliðasonar. Gagnfræðingur frá Flensborgarskóla 1893. Bóndi í Miðdal 1896–1940. Átti mikinn þátt í tilraunum við námugröft í Miðdal ásamt Einari skáldi Benediktssyni og fór til London vorið 1921 til samninga um það mál. Kona: Valgerður (f. 8. dec. 1875, d. 19. mars 1937) Jónsdóttir á Bárekseyri á Álftanesi, Guðmundssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur myndhöggvari og listmálari, Sigurjón sjómaður í Rv., Tryggvi bóndi í Miðdal, Guðrún kona Gísla Einarssonar rakara í Rv., Haukur prentari, Sigríður s. k. Guðna Jónssonar magisters, Karólína cand. mag., kona Guðmundar Gíslasonar læknis, Sveinn leirkerasmiður í Rv. og Inga Valfríður kona Sigurðar Ólafssonar söngvara í Rv. (Morgunbl. 25. okt. 1940; V.B.: Frásagnir um Einar Benediktsson, 112–14; Steingr. J. Þorst.: Æviágrip Einars Benediktssonar, 700– 708; Móðir mín, 216 –33) (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.