Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Gísli) Kvaran (Hjörleifsson)

(6. dec. 1859–21. mars 1938)

Rithöfundur, skáld.

Foreldrar; Síra Hjörleifur Einarsson að Undornfelli og f.k. hans Guðlaug Eyjólfsdóttir á Gíslastöðum, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1881, með 1. einkunn (89 st.). Var að námi í háskólanum í Kh. 1881–5. Var í Wp. 1885–95, fyrst skamma stund ritstjóri Heimskringlu, en 1888–95 Lögbergs. Meðritstjóri Ísafoldar 1895–1901, ritstjóri Norðurlands á Akureyri 1901–4, Fjallkonunnar 1904–6, ritstjóri Skírnis 1893–1902 og 1908–9, Sunnanfara 1900–1, Iðunnar (með öðrum) 1915–16, Morguns frá upphafi þess tímarits til æviloka. Starfaði mjög að bindindismálum (stórtemplar um hríð) og sálarrannsóknum (andatrú) og var formaður félags í þeirri grein til æviloka.

Prófessor að nafnbót. Hafði lengi ritstyrk frá alþingi. Ritstörf að öðru leyti: Hvorn eiðinn á eg að rjúfa, Eskif. 1880; Verðandi (með öðrum), Kh. 1882; Heimdallur, Kh. 1884 (sögur þar); Vonir, Rv. 1890; Ljóðmæli, Rv. 1893; Vestur-Íslendingar, Rv. 1895; Vestan hafs og austan, Rv. 1901 (2. pr. 1908); Tildrög stjórnarbótarinnar, Ak. 1902; Samband við framliðna menn, Rv. 1905; Ritsímamálið, Rv. 1905; Dularfull fyrirbrigði, Rv. 1906; Frjálst sambandsland, Rv. 1907 (2. pr. s. á.; á dönsku: Danmark og Island, Kh. 1907); Ofurefli, Rv. 1908; Vesturför, Ak. 1909; Gull, Rv. 1911; Frá ýmsum hliðum, Rv. 1913; Lénharður fógeti, Rv. 1913; Syndir annarra, Rv. 1915; Sálin vaknar, Rv. 1916 (2. pr. 1917); Líf og dauði, Rv. 1917; Sambýli, Rv. 1918; Sögur Rannveigar, Rv. 1919–22; Trú og sannanir, Rv. 1919; Sveitasögur, Rv. 1923; Stuttar sögur, Rv. 1924; Á víð og dreif, Rv. 1927; Hallsteinn og Dóra, Rv. 1931; Jósafat, Rv. 1932; Gæfumaður, Rv. 1933; Ljóð, Rv. 1935. Flestar hinar fyrri skáldsögur hans eru þýddar á ýmsar tungur. Bjarni Thorarensen: Kh. 1884; Jónssonar, Kvæði, Ævisaga Björns Rv. 1913; Ritsafn Gests Pálssonar (ævisaga Gests). Með öðrum: Íslenzk mannanöfn, Rv. 1915; Vestan um haf, Rv. 1930; ritgerðir í Tímar. bmf., Andvara, Morgni. Þýðingar: J. Ruskin: Kóngurinn í Gullá; H.R. Haggard: Þokulýðurinn, Allan Quatermain, Námar Salómons; W.7. Stead: Eftir dauðann; 7. B. Macauley: Warren Hastings; Gunnar Gunnarsson: Ströndin; V. Hugo: Vesalingarnir (með öðrum); ýmsar sögur og ritgerðir í: Sögum frá ýmsum löndum og Á landamærum annars heims. Ritsafn eftir hann kom út í 6 bindum eftir hann látinn.

Kona 1: Mathilde Petersen.

Börn þeirra komust ekki upp.

Kona 2 (22. sept. 1888): Gíslína Gísladóttir frá Reykjakoti í Mosfellssveit.

Börn þeirra, sem upp komust: Matthildur átti fyrr Ara sýslumann Arnalds, síðar Magnús stórkaupm. Matthíasson, Einar bankabókari í Rv., síra Ragnar landkynnir, Gunnar stórkaupm. í Rv. (sjá einkum Morgun 1938; Sunnanfari II; Óðinn IX; Skírnir 1939; Andvari 6, 8–9).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.