Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Br.) Sívertsen

(19. maí 1811–26. maí 1862)

Prestur.

Foreldrar: Síra Brynjólfur Sigurðsson að Útskálum og kona hans Steinunn Helgadóttir. F. að Seli í Rv. Var frá níunda ári hjá hálfbróður sínum, síra Helga síðar byskupi Thordersen, og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1831, með meðalvitnisburði, Var síðan um tíma í Hruna. Segist eftir það hafa í tómstundum sínum lagt stund á málfræði, einkum þýzku og ensku, og mun hafa verið með foreldrum sínum.

Vígðist 11. okt. 1837 aðstoðarprestur síra Péturs Jónssonar að Kálfatjörn, lét af því starfi 1842 og fór að Borg á Mýrum, fekk Þönglabakka 22. apr. 1844, Gufudal 10. nóv. 1856 og hélt til æviloka. Var söngmaður ágætur, en undarlegur í háttum.

Kona (4. ág. 1842): Guðrún (f. 29. maí 1819, d. 1884) Pálsdóttir prests að Borg, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Páll Brynjólfur á Stað í Aðalvík, Ástríður átti Guðmund Helga Finnbjörnsson á Sæbóli í Aðalvík, Jórunn átti Hannes Sigurðsson að Látrum í Aðalvík (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1837; SGrBE)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.