Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Baldvin) Guðmundsson

(4. sept. 1841–28. janúar 1910)

Kaupmaður, dbrm.

Foreldrar: Guðmundur Einarsson að Hraunum í Fljótum og kona hans Helga Gunnlaugsdóttir að Neðra Ási í Hjaltadal, Björnssonar. Bjó að Hraunum 1863–98, var kaupmaður í Haganesvík 1898–1910. Var athafnamaður mikill, jafnt til sjávar og sveitar. Stundaði og smíðar (einkum brúasmíðar). 2. þm. Skagf. 1875– 7 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda. Grein (um bátasmíð) er eftir hann í Andvara, o.fl. greinir í blöðum.

Kona 1 (1863): Kristín (d. 9. ág. 1879) Pálsdóttir prests í Viðvík, Jónssonar.

Börn þeirra: Páll aðaldómari í Rv., Helga átti Árna tónskáld Thorsteinson í Rv., Ólöf átti Guðmund Davíðsson að Hraunum, Guðmundur verzlunarstj.

Kona 2 (1882): Jóhanna (d. 16. mars 1893) Jónsdóttir prests í Glaumbæ, Hallssonar; þau bl.

Kona 3 (6. maí 1896): Dagbjört Magnúsdóttir kaupm. á Ísafirði, Jochumssonar.

Börn þeirra: Nikulína, Baldvin, Magna (Alþingismannatal; BB. Sýsl.; Sunnanfari III; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.