Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Jónsson

(18. öld)

Lögsagnari og lögréttumaður.

-Foreldrar: Jón að Bretalæk Jónsson (lögsagnara, Eiríkssonar að Núpi í Miðfirði) og kona hans Signý Jónsdóttir á Neðri Torfastöðum, Gunnlaugssonar.

Bjó síðast á Auðunarstöðum í Víðidal, talinn skýr maður. Var lögsagnari. Bjarna sýslumanns Halldórssonar 1765–73 og stýrði sýslunni eftir lát hans, til þess er næsti sýslumaður tók við. Var settur lögsagnari 1779 og oftar. Eftir hann mun vera til lagaritgerð í Lbs.

Kona: Guðrún Pálsdóttir lögréttumanns í Broddanesi, Markússonar.

Börn þeirra: Jónas, Páll stúdent og kennari í Danmörku, Markús, Guðrún átti launson (Gottskálk) með Eiríki nokkurum, Guðrún (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.