Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Þórhallason

(10. nóv. 1734–í jan. 1789)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórhalli Magnússon að Borg á Mýrum og s. k. hans Bóthildur Egilsdóttir að Kálfalæk, Finnssonar. Ólst upp hjá þeim bræðrum, síra Finni, síðar byskupi, og síra Vigfúsi í Hítardal, tekinn í Skálholtsskóla 1747, stúdent þaðan 21. maí 1753, varð s. á. djákn í Hítardal, en 1755 skrifari í verksmiðjunum nýju í Reykjavík, fór utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. apr. 1759, lauk prófi í guðfræði 28. maí 1761, með, 3. einkunn. Var um hríð síðan í Kh. og sinnti ritstörfum, þýddi t. d. á dönsku Jónsbók, sem prentuð var 1763, og komst í ritdeilur af því, með því að þýðingin þókti nokkuð óvönduð. Hann var skipaður prestur og trúboði í Godthaab á Grænlandi 1765 og kom til Grænlands 31. júlí s. á., Varð varaprófastur og visitator á Suður-Grænlandi 18. mars 1773, hvarf til Danmerkur aftur 1775, og hafði honum þá orðið svo vel ágengt um kristniboðið, að hann hafði þrefaldað söfnuð sinn; jafnframt sendi hann stöðugt trúboðsráðinu skýrslur um starf sitt og hagi landsins. Hann varð prestur í Bogense á Fjóni 27. dec. 1776, en prófastur 1780, og hélt hvoru tveggja til dauðadags.

Hann lét prenta, er hann kom aftur til Danmerkur, skýrslu um rústir á Grænlandi („Efterretninger om Rudera“ o.s.frv.), Kh. 1776, en eftir hann eru í handritum lýsingar og skýrslur um Grænland (Saml.).

Kona (21. apr. 1777): Elísabet María (f.1755, d.1833), dóttir Sigurðar gullsmiðs Þorsteinssonar í Kh.; þau bl. (Guðfr.; HÞ.: Blanda V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.