Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Þórarinsson

(1742–20. júlí 1784)

Prestur.

Foreldrar: Þórarinn Jónsson að Brekku í Svarfaðardal og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Fluttist tæplega vikugamall eftir lát föður síns til hjóna þar í dalnum, síðan með þeim að Hólum 1658, og lét Gísli byskup kenna honum undir skóla 2 vetur (Jón síðar lækni Pétursson), tekinn í Hólaskóla 1760, stúdent þaðan 8. apr. 1767, með sæmilegum vitnisburði, lofi fyrir minni, varð s.á. djákn að Þingeyraklaustri, átti barn (var skírt Þórarinn 30. júlí 1768), en fekk uppreisn og leyfi til að halda djáknastarfinu. Vígðist 22. mars 1772 aðstoðarprestur síra Markúsar Pálssonar að Auðkúlu, sem dó s. á., en síra Egill hefir líklega gegnt prestakallinu til fardaga 1773, bjó að Sólheimum á Ásum, til þess er hann fekk Stærra Árskóg 13. maí 1776, var þar til dauðadags.

Kona: Valgerður (f. um 1746) Björnsdóttir að Svínavatni, og var sonur þeirra Björn, og er ætt af honum. Valgerður bjó fyrst að Selá, síðan í Fagraskógi, var talin óstöðug í geðsmunum, átti síðar hinn nafnkunna auðmann Jón Sigurðsson á Böggvisstöðum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.