Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Ólafsson

(um 1568–1641)

Prestur.

Faðir (talinn í ættbókum): Síra Ólafur Tómasson að Hálsi í Fnjóskadal.

Vígðist 1590 og hefir verið prestur í Eyjafirði, má vera um 1600 að Bægisá, fekk 1602 Hofsþing, bjó fyrst í Miklabæ í Óslandshlíð, en síðar lengi á Óslandi, naut hann oft styrks af tillagi til fátækra presta, fekk Tjörn í Svarfaðardal 1632 og var þar til dauðadags.

Kona: Oddný Sigfúsdóttir prests og skálds á Stað í Kinn, Guðmundssonar. Synir þeirra: Gunnar, síra Ólafur á Brúarlandi, síra Jón á Völlum, síra Sigfús rektor á Hólum, síðar kirkjuprestur þar(HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.