Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Sölmundarson

(– – 13. ág. 1297)

Prestur.

Foreldrar: Sölmundur austmaður og kona hans Helga Sturludóttir í Hvammi, Þórðarsonar. Þess getur, að hann kæmi til landsins 1239 með Snorra, móðurbróður sínum. Var síðan með Sturlungum (Þórði kakala).

Hélt Reykholt eigi síðar en frá 1258, og þar var hann 1273, er Árni byskup Þorláksson skildi þau að, Þórunni, dóttur GarðaEinars, Ormssonar (hún átti síðar Sigmund Ögmundsson, Helgasonar).

Börn þeirra Egils: Snorri, Jón murti, Ingibjörg, Hallbera f. k. Kolbeins jarls Auðkýlings, Guðný átti Finnbjörn Sigurðsson í Hvammi í Vatnsdal. Með Guðnýju stjörnu átti Egill: Valgerði og Steinunni (önnurhvor þeirra var föðurmóðir Lárentíusar byskups Kálfssonar), Þórarin prest kagga á Völlum.

Börn Egils með Þórunni Valgarðsdóttur: Þórður lögmaður, Andrés, Helgi, Gyða, Álfheiður (Dipl. Isl.; Ísl. árt.; Bps. I; Sturl.; SDSTIÐ)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.