Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Sveinbjarnarson

(1744 – 25. febr. 1808)

. Bóndi, útvegsmaður, Foreldrar: Sveinbjörn (d. 1773, 72 ára) Egilsson í Njarðvík suður og kona hans Kristín (d. 1773, 69 ára) Rafnsdóttir í Njarðvík, Grímssonar, Bóndi og útvegsmaður í Innri-Njarðvík. Mikill athafnamaður og varð auðugastur manna á Suðurnesjum. Kona: 20 Guðrún (d. 26. apr. 1842, 80 ára) Oddsdóttir á Þorkötlustöðum í Grindavík, Sigvaldasonar.

Hún átti síðar Ara Jónsson í Njarðvík, Börn Egils og hennar: Sveinbjörn rektor og skáld, Guðrún seinni kona síra Hallgríms Jónssonar í Görðum á Akranesi (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.