Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Skalla-Grímsson

(10. öld)

Skáld.

Foreldrar: Skalla-Grímur Kveldúlfsson að Borg á Mýrum og kona hans Bera Ingvarsdóttir í Álptanesi á Mýrum. Um Egil er sérstök saga og athafnir hans utanlands og innan. Þar er og kveðskapur hans, en hann er talinn meginskáld Íslendinga að fornu, og eru helztu kvæði hans Höfuðlausn, Sonatorrek og Arinbjarnarkviða.

Kona: Ásgerður Bjarnardóttir hölds, Brynjólfssonar, ekkja Þórólfs, bróður Egils.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorgerður átti Ólaf pá Höskuldsson í Hjarðarholti, Bera átti Özur Eyvindsson (bróður Þórodds goða á Hjalla) , Þorsteinn að Borg (Eg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.