Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Jónsson

(– – 1560)

Lögréttumaður að Geitaskarði.

Foreldrar: Jón sýslumaður Einarsson að Geitaskarði og kona hans Kristín Gottskálksdóttir byskups, Nikulássonar. Var í röð fyrirmanna. Varð eigi gamall.

Kona: Guðrún Þorleifsdóttir lögmanns að Skarði, Pálssonar.

Börn þeirra: Jón lögréttumaður og lögsagnari að Geitaskarði, Rannveig f. k. Jóns Einarssonar á Gunnsteinsstöðumu, Eiríkur að Stóru Borg, Guðrún átti Guðmund Gíslason í Finnstungu. Enn var dóttir Egils Ragnhildur, sem átti Halldór Jónsson að Fróðá og er sumstaðar talin skírgetin, sumstaðar óskírgetin (með Sigríði Ormsdóttur, Guðmundssonar, Andréssonar), og er það líklegra (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.