Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Jónsson

(1817–28. dec. 1877)

Bókbindari í Rv.

Foreldrar: Jón verzlunarmaður Jónsson og Þorkatla Jónsdóttir í „Bakkárholti, Eyvindssonar.

Hann fekkst talsvert við bókagerð, var efnamaður og hagsýnn, þótt drykkfelldur væri.

Kona: Guðrún Halldórsdóttir prests á Mel, Ámundasonar.

Börn þeirra: Halldór Jón stúdent, Margrét átti Halldór sýslumann í Barðastrandarsýslu Bjarnason, Kristín fyrsta kona Jóns kaupmanns og tónskálds Laxdals (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.