Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Jónsson

(16. öld)

Prestur. (Faðir: Jón ljótur Arngrímsson?). Kemur fyrst við skjöl 1569. Hefir um hríð verið kirkjuprestur að Hólum í Hjaltadal og rektor þar um tíma (líkl. í fjarvist Bjarna Gamalíelssonar), að minnsta kosti 1578–9. Hann fekk vonarbréf fyrir Grenjaðarstöðum 21. febr. 1578, að síra Sigurði Jónssyni látnum eða við uppgjöf hans.

Jarðeign eða jarðeignir hefir hann átt í Fljótum. Hjónabandsgerning gerði hann á ómagaaldri við Ingibjörgu Magnúsdóttur, að óvilja móður sinnar og stjúpföður. Gekk um það prestastefna á Víðivöllum 29. febr. 1576. Síra Arngrímur drukknaði á útsiglingu 1581.

Synir hans: Síra Jón á Barði, síra Lárentíus að Upsum (Brb. Guðbr. byskups; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.