Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Albert Þórðarson

(19. jan. 1871–25. sept. 1911)

Bankabókari.

Foreldrar: Þórður Sigurðsson að Fiskilæk og kona hans Sigríður Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarmesi, Þórðarsonar. Var að námi í Flensborgarskóla veturinn 1888–9, síðan við verzlunarstörf, veturinn 1892–3 í Kh. og nam verzIunarfræði, var síðan oftast bókhaldari eða kennari. Skrifari í Landsbankanum frá 1903, en bókari þar frá 1908 til æviloka. Vel gefinn maður, talinn afburðamaður í reikningi.

Kona (1. okt. 1896): Steinunn Kristjánsdóttir. Synir þeirra: Kristján lektor í Berlín, síðar sendisveitarritari í París, Þórður verzlunarfulltrúi (Óðinn VIN).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.