Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Guðmundsson

(– – 1699)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Lárentíusson að Stafafelli og kona hans Guðrún Bjarnadóttir að Múla í Álptafirði, Guðbrandssonar.

Vígðist 30. maí 1664 aðstoðarprestur föður síns, en fekk (– – prestakallið 1670, við uppgjöf hans, lét af prestskap 1698.

Kona: Rannveig (f. um 1654, d. 1735), Stefánsdóttir prests og skálds í Vallanesi, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Stefán á Hjaltastöðum í Útmannasveit, Margrét f. k. Marteins bartskera Björnssonar að Burstarfelli, Guðrún (dó bl.). Ekkja síra Egils átti síðar Jón stúdent Jónsson á Ormarsstöðum (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.