Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Eyjólfsson

(1295–1341)

Byskup að Hólum 1331–41.

Foreldrar: Eyjólfur gullsmiður og Þorgerður Egilsdóttir. Lærði hjá Lárentíusi, síðar byskupi, er hann var á Þingeyrum, og varð þar djákn, vígðist prestur 1316 og varð þá rektor að Hólum. Hélt síðar Grímstungur, en fekk Grenjaðarstaði að veitingu erkibyskups og hélt til þess, er hann varð byskup.

Virðist hafa haft góða umsjá með stólseignum (Dipl. Isl.; Ann. Isl.; Bps. bmf. I; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.