Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Egill Einarsson

(1523–1594)

Bóndi á Snorrastöðum í Laugardal.

Foreldrar: Síra Einar Ólafsson að Hrepphólum og Guðrún Sigurðardóttir lögréttumanns að Borg í Grímsnesi, Egilssonar. Var heimildarmaður að riti um Skálholtsbyskupa (eftir Odd byskup Einarsson, Bps. bmf. TI.).

Kona: Katrín Sigmundsdóttir byskups, Eyjólfssonar. Synir þeirra: Síra Jón annálaritari að Hrepphólum, síra Ólafur í Vestmannaeyjum, Einar að Berghyl, Eyjólfur (talinn hafa búið í Borgarfirði), Sigmundur (bjó eystra) (Saga Ísl. IV; Bps. bmf. TI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.