Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Ólafsson

(um 1732– 27. dec. 1819)

. Bóndi. Foreldrar: Ólafur Bjarnason í Flatey á Breiðafirði og kona hans Steinunn (d. 6. júní 1789, 91 árs) Gunnarsdóttir. Fæddur í Rauðsdal á Barðaströnd. Gerðist um tvítugt formaður í Oddbjarnarskeri; varð brátt vel efnaður. Bóndi í Innstabæ í Flatey um skeið, síðan nokkur ár í Sauðeyjum, en í Hergilsey frá 1783 til æviloka; reisti þar byggð úr auðn og gerði eyjuna að stórbýli. Stórræða- og nytsemdarmaður; átti hlut að stofnun veræzlunar í Flatey og mældi sjálfur siglingaleið þangað. Hefir orðið mjög kynsæll.

Söguþáttur um hann, eftir Gísla Konráðsson, er í Lbs. Kona 1: Ástríður Jónsdóttir í Skemmu í Flatey, Jónssonar. Börn þeirra: Jón í Hergilsey, Steinunn átti Svein Einarsson í Hergilsey, Guðrún (elzta) átti fyrr Guðmund Einarsson í Sauðeyjum (meðal barna þeirra var Ástríður móðir Þóru móður síra Matth. Jochumssonar), síðar Þórólf Jónsson í Hergilsey.

Kona 2: Guðrún (d. 30. okt. 1790, 44 ára) Sigmundsdóttir á Hrauni í Dýrafirði, Sæmundssonar. Sonur þeirra: Sæmundur fór vestur. Kona 3 (13. dec. 1792): Guðrún (d. 9. febr. 1830, 59 ára) Jónsdóttir í Gröf í Gufudalssveit, Jónssonar; hún átti síðar Gísla Thoroddsen.

Dætur Eggerts og hennar: Kristín átti Jón hreppstjóra Ormsson á Kleifum, Guðrún (yngsta) átti Snæbjörn Gíslason í Hergilsey. Launbörn Eggerts: Jón (yngri) drukknaði í fiskiróðri, og (með Guðrúnu Jónsdóttur á Deildará, Hákonarsonar): Guðrún (yngri) átti fyrr Jón Jónsson í Sauðeyjum, svo Svein Jónsson í Rauðsdal (Matth. Joch.: Sögukaflar af sjálfum mér; Snæbjarnarsaga, Ak. 1930; Lbs. 403 4to; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.