Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Hrólfsson

(– –1700)

Sýslumaður.

Foreldrar: Hrólfur sýslumaður Sigurðsson og kona hans Björg yngri Skúladóttir (systir Þorláks byskups).

Fekk Þingeyjarþing og Reykjadalsjarðir 11. apr. 1685 og hélt til æviloka. Bjó að Stóru Laugum í Reykjadal.

Kona: Hólmfríður Björnsdóttir sýslumanns að Espihóli, Pálssonar (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 21. febr. 1685).

Börn þeirra, sem upp komust eða börn áttu: Björn lögréttumaður að Laugum, Páll að Víkingavatni, Björg átti Runólf í Hafrafellstungu Einarsson prests á Skinnastöðum (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.