Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eggert Ólafsson
(1. dec. 1726–30. maí 1768)
Varalögmaður, skáld.
Foreldrar: Ólafur Gunnlaugsson í Svefneyjum og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir lögsagnara í Barðastrandarsýslu, Sigurðssonar. Lærði fyrst hjá móðurbróður sínum, síra Sigurði í Flatey, í 2 ár (frá því að hann var 10 ára), en síðan hjá öðrum móðurbróður sínum, Guðmundi sýslumanni Sigurðssyni að Ingjaldshóli (lærði þó latínu veturinn 1740–1 hjá síra Þórhalla Magnússyni að Hamri á Mýrum), til þess er hann var tekinn í Skálholtsskóla, 1741, stúdent þaðan 1746, fór utan samsumars, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. í dec. s.á., varð baccalaureus í heimspeki 1. júlí 1748. Lagði mjög stund á náttúruvísindi, en var ella mjög vel að sér og fjölhliða og skáld (kvæði hans pr. í Kh. 1832). Hann varð styrkþegi Árnasjóðs, og á þeim vegum ferðuðust þeir Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, um Ísland 1752–T; sömdu þeir upp úr þeim rannsóknum ferðabók mikla, og var Eggert einn að því verki frá 1760, lauk því að fullu 1766. Hún var prentuð á dönsku í 2 bindum í Sórey 1772, en kom síðar út bæði á þýzku, ensku og frönsku. Hann varð varalögmaður sunnan og austan 24. apr. 1767, kvæntist sama haust Ingibjörgu, dóttur Guðmundar sýslumanns, móðurbróður síns; þau drukknuðu saman á Breiðafirði, bl. Varð hann mjög harmdauði öllum, sem til þekktu, því að hann þókti einn hinn álitlegasti Íslendingur, sem þá var uppi, áhugasamur og þjóðhollur. Ritstörf (auk rita, er áður getur): „Íslandia expergefacta“, Kh. 1749, „Enarrationes historicæ de Islandiæ natura“, Kh. 1749; „Disquisitio antiquariophysica“, Kh. 1751; „De ortu et progressu superstitionis circa ignem subter.“, Kh. 1751; Útfm. Guðmundar Sigurðssonar, Kh. 1755; Friðriksdrápa, Kh. 1766; Lachanologia, Kh. 1774; Index geographiæ, Kh. 1780; Búnaðarbálkur, Hrappsey 1783, dönsk þýðing á „Skand. Musæum“, Kh. 1803. Í handritum í Lbs. er ísl. málfræði, „Nokkrar óreglulegar reglur“ (Útfm. eftir síra Björn Halldórsson, Hrappsey 1784; Þorv. Th.: Landfrs.; Vilhj. Þ. Gíslason: Eggert Ólafsson, Rv. 1926; Islandica XVI; Saga Ísl. VI; HÞ.; o.fl.).
Varalögmaður, skáld.
Foreldrar: Ólafur Gunnlaugsson í Svefneyjum og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir lögsagnara í Barðastrandarsýslu, Sigurðssonar. Lærði fyrst hjá móðurbróður sínum, síra Sigurði í Flatey, í 2 ár (frá því að hann var 10 ára), en síðan hjá öðrum móðurbróður sínum, Guðmundi sýslumanni Sigurðssyni að Ingjaldshóli (lærði þó latínu veturinn 1740–1 hjá síra Þórhalla Magnússyni að Hamri á Mýrum), til þess er hann var tekinn í Skálholtsskóla, 1741, stúdent þaðan 1746, fór utan samsumars, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. í dec. s.á., varð baccalaureus í heimspeki 1. júlí 1748. Lagði mjög stund á náttúruvísindi, en var ella mjög vel að sér og fjölhliða og skáld (kvæði hans pr. í Kh. 1832). Hann varð styrkþegi Árnasjóðs, og á þeim vegum ferðuðust þeir Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, um Ísland 1752–T; sömdu þeir upp úr þeim rannsóknum ferðabók mikla, og var Eggert einn að því verki frá 1760, lauk því að fullu 1766. Hún var prentuð á dönsku í 2 bindum í Sórey 1772, en kom síðar út bæði á þýzku, ensku og frönsku. Hann varð varalögmaður sunnan og austan 24. apr. 1767, kvæntist sama haust Ingibjörgu, dóttur Guðmundar sýslumanns, móðurbróður síns; þau drukknuðu saman á Breiðafirði, bl. Varð hann mjög harmdauði öllum, sem til þekktu, því að hann þókti einn hinn álitlegasti Íslendingur, sem þá var uppi, áhugasamur og þjóðhollur. Ritstörf (auk rita, er áður getur): „Íslandia expergefacta“, Kh. 1749, „Enarrationes historicæ de Islandiæ natura“, Kh. 1749; „Disquisitio antiquariophysica“, Kh. 1751; „De ortu et progressu superstitionis circa ignem subter.“, Kh. 1751; Útfm. Guðmundar Sigurðssonar, Kh. 1755; Friðriksdrápa, Kh. 1766; Lachanologia, Kh. 1774; Index geographiæ, Kh. 1780; Búnaðarbálkur, Hrappsey 1783, dönsk þýðing á „Skand. Musæum“, Kh. 1803. Í handritum í Lbs. er ísl. málfræði, „Nokkrar óreglulegar reglur“ (Útfm. eftir síra Björn Halldórsson, Hrappsey 1784; Þorv. Th.: Landfrs.; Vilhj. Þ. Gíslason: Eggert Ólafsson, Rv. 1926; Islandica XVI; Saga Ísl. VI; HÞ.; o.fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.