Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Waage

(21. nóv. 1824–4. dec. 1900)

Kaupmaður í Rv.

Foreldrar: Magnús óðalsbóndi Waage í Stóru Vogum og kona hans Guðrún Eggertsdóttir prests í Reykholti, Guðmundssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla utanskóla 1851, með 3. einkunn (38 st.).

Var barnakennari í Ísafirði 1852. Var síðan í verzlunarskóla í Kh., próf þaðan með ágætum vitnisburði. Stundaði eftir það verzlunarstörf eða kaupskap í Rv. til æviloka.

Kona: Kristín Sigurðardóttir stúdents að Stóra Hrauni, Sívertsens.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurður verzlunarm. í Rv., Kristín f.k. Helga verzlunarstjóra í Borgarnesi, síðar landsbankaritara, Jónssonar; Guðrún söngkona óg. og bl.„ Halla óg. og bl., Jens Benedikt bankastjóri í Rv. (Skýrslur; Ísaf. 1900).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.