Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Sæmundsson

(1694– í mars 1781)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sæmundur Hrólfsson í Stærra Árskógi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir í Flatey, Torfasonar. F. á Másstöðum í Vatnsdal, en fluttist með foreldrum sínum að Upsum. Var frá 7. ári að námi hjá síra Arnbirni Jónssyni að Undornfelli, sem átti hálfsystur hans, og dvaldist þar til 1708, fór síðan til foreldra sinna, tekinn í Hólaskóla (líkl. 1710), stúdent þaðan 1715, varð s.á. djákn að Munkaþverá, síðar skrifari Lárusar lögmanns Gottrups 2 ár (1718–20), en síðan Páls lögmanns Vídalíns 3 ár (1720–2), fekk Stærra Árskóg 7. maí 1722, en Undornfell 11. apríl 1743, sagði lausu prestakallinu 28. ág. 1758 frá fardögum næsta ár og áskildi sér hjáleiguna Hringhól til ábýlis, andaðist í Sölvanesi, hjá dóttur sinni. Harboe hælir honum fyrir gáfur í skýrslum sínum, og svo gera fleiri; hann var og mælskumaður mikill, en yfirgangsmaður, enda drykkfelldur, og átti oft deilur við menn og varð fyrir sektum.

Kona (1724): Sesselja (d. um 1755) Hallsdóttir prests í Grímstungum, Ólafssonar.

Börn þeirra: Ólafur að Marðarnúpi (drukknaði í Vatnsdalsá 18. júlí 1794), Sigríður átti síra Berg Magnússon í Nesi, Ingibjörg átti Brynjólf smið í Áshildarholti, son Halldórs byskups Brynjólfssonar, Margrét átti Jón Gunnarsson í Sölvanesi (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.