Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Sigfússon

(22 júní 1840–12. okt. 1908)

Prestur.

Foreldrar: Sigfús trésmiður Guðmundsson á Eyrarbakka og í Rv. og kona hans Jarþrúður Magnúsdóttir á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, Magnússonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1855, stúdent 1861, með 2. einkunn (71 st.), próf úr prestaskóla 1863, með 2. einkunn betri (35 st.). Var síðan barnakennari 1863–5 í Keflavík, 1865–8 í Húsavík, 1868–9 á Eyrarbakka.

Fekk Hof á Skagaströnd 24. ág. 1869, vígðist 29. s. m., fekk Klausturhóla 2. apr. 1872, Selvogsþing 10. maí 1884 og hélt til æviloka. Sýslunefndarmaður um tíma. Ókv. og bl. Sagnir eru um hann í Blöndu TI (Vitæ ord. 1869; Nýtt kirkjubl. 1908; Óðinn XXIV; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.