Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Pálsson

(6. okt. 1864–6. ág. 1926)

Prestur,

Foreldrar: Páll gullsmiður í Sogni í Kjós Einarsson (prests að Meðalfelli, Pálssonar) og kona hans Guðrún Magnúsdóttir Waages í Stóru Vogum. F. að Meðalfelli. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1886, með 2. einkunn (70 st.), próf úr prestaskóla 1888, með 1. einkunn (43 st.). Var næsta vetur kennari á Borðeyri. Fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð 6. júlí 1889, vígðist 11. ág. s. á. og hélt til æviloka. Prófastur í Rangárþingi 1918–26. Oddviti um hríð, sýslunefndarmaður og í stjórn sláturfélags Suðurlands.

Alþm. Rangæinga 1902–20 og 1923–6. Hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, var búsýslumaður ágætur, bætti mjög staðinn og sléttaði nálega allt tún þar.

Andaðist í Kh. eftir uppskurð, en lík hans var flutt heim og var hann jarðsettur á Breiðabólstað 26. ág. 1926.

Kona (18. sept. 1889): Guðrún (f. 18. mars 1866) Hermannsdóttir sýslumanns á Velli, Jónssonar.

Dóttir þeirra: Ingunn átti Óskar 7horarensen frá Móeiðarhvoli (BjM. Guðfr.; Óðinn VITI; Lögrétta; Bjarmi, 20. árg.; SGrBt.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.