Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Laxdal

(8. febr. 1846–1.ág.1923)

Kaupmaður.

Foreldrar: Grímur bókbindari Laxdal á Akureyri og kona hans Hlaðgerður Þórðardóttir í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þorlákssonar. Varð snemma verzlunarmaður á Ak. og í Kh. (2 ár), verzlunarstjóri á Ak. 1874–1902, rak síðan 1902–8 sjálfur verzlun sst., en seldi hana og húseignir sínar. Lagði mjög stund á garðrækt og síldveiði. Gegndi ýmsum alþjóðlegum störfum, var umboðsmaður sam. gufuskipafélagsins, gæzlustjóri útibús Íslandsbanka frá stofnun þess. R. af dbr.

Kona (18. sept. 1875): Rannveig Dýrleif (d. 20. maí 1906) Hallgrímsdóttir hreppstjóra, Tómassonar.

Af börnum þeirra komst upp: Bernhard cand. phil., ritstjóri (Óðinn VI; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.