Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eggert Jónsson (Johnsen)
(29. júlí 1798–29. júlí 1855)
Læknir.
Foreldrar: Jón (f. 1748, d. 1803) Jónsson á Melum í Hrútafirði og kona hans Guðlaug (d. 1802) Eiríksdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Guðmundssonar.
Eftir lát föður síns fluttist hann til móðurbróður síns, síra Guðmundar Eiríkssonar á Stað, en eftir lát hans (1805) með ekkju hans, Ingveldi Bogadóttur, að Hjarðarholti í Laxárdal (1806), en hún gekk að eiga síra Stefán Benediktsson, er síðar var prestur þar. Hann nam skólalærdóm hjá síra Árna Helgasyni og varð stúdent frá honum 14. jan. 1816, með mjög góðum vitnisburði. Hann var síðan hjá fósturforeldrum sínum, en í ár verzlunarmaður við Búðir, skrifari Magnúsar dómstjóra Stephensens í Viðey 1818–26, stundaði barnakennslu í Rv. veturinn 1826–T, fór utan sumarið 1827 og lauk prófi í handlækningum 1832, með 2. einkunn. Veitt 11. maí 1832 læknisembættið í Eyjafjarðarog Þingeyjarsýslum og hélt til dauðadags. Hann andaðist í Húsavík úr lungnabólgu, var vinsæll maður og vel látinn (sjá erfiljóð í Lbs. 1460 og 1479, 4to., og Norðri, 3. árg.).
Kona hans var dönsk (Ane Marie Olsen); hún fluttist til Kaupmannahafnar eftir lát manns síns; þau bl. (Tímar. bmf. XI.; HÞ.: Lækn.).
Læknir.
Foreldrar: Jón (f. 1748, d. 1803) Jónsson á Melum í Hrútafirði og kona hans Guðlaug (d. 1802) Eiríksdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Guðmundssonar.
Eftir lát föður síns fluttist hann til móðurbróður síns, síra Guðmundar Eiríkssonar á Stað, en eftir lát hans (1805) með ekkju hans, Ingveldi Bogadóttur, að Hjarðarholti í Laxárdal (1806), en hún gekk að eiga síra Stefán Benediktsson, er síðar var prestur þar. Hann nam skólalærdóm hjá síra Árna Helgasyni og varð stúdent frá honum 14. jan. 1816, með mjög góðum vitnisburði. Hann var síðan hjá fósturforeldrum sínum, en í ár verzlunarmaður við Búðir, skrifari Magnúsar dómstjóra Stephensens í Viðey 1818–26, stundaði barnakennslu í Rv. veturinn 1826–T, fór utan sumarið 1827 og lauk prófi í handlækningum 1832, með 2. einkunn. Veitt 11. maí 1832 læknisembættið í Eyjafjarðarog Þingeyjarsýslum og hélt til dauðadags. Hann andaðist í Húsavík úr lungnabólgu, var vinsæll maður og vel látinn (sjá erfiljóð í Lbs. 1460 og 1479, 4to., og Norðri, 3. árg.).
Kona hans var dönsk (Ane Marie Olsen); hún fluttist til Kaupmannahafnar eftir lát manns síns; þau bl. (Tímar. bmf. XI.; HÞ.: Lækn.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.