Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jónsson

(um 1670–20. okt. 1719)

Umboðsmaður, stúdent?

Foreldrar: Jón klausturhaldari Eggertsson á Möðruvöllum (Ökrum) og kona hans Sigríður (hin stórráða) Magnúsdóttir að Sjávarborg, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, en óvíst er, hvenær hann hefir orðið stúdent. Hann kenndi Þorleifi Skaftasyni, síðar presti, undir skóla og kom honum í Hólaskóla 1699. Bjó á Ökrum í Blönduhlíð og andaðist þar.

Hann hélt Reynistaðarklaustur 1 ár, en hafði mörg ár Fljótaumboð. Hann mun hafa verið allmikill fyrir sér (sjá alþb. 1694, nr. 43).

Kona: Ragnhildur Eiríksdóttir prests og skálds að Höfða, Hallssonar.

Börn þeirra: Jón skáld á Steinsstöðum og í Héraðsdal, Eiríkur að Reykjum í Tungusveit, Ragnheiður átti Svein Bjarnason á Ökrum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.