Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jónsson

(um 1662–23. dec. 1739)

Prestur.

Faðir: Jón Eggertsson á Snartarstöðum í Núpasveit. Ólst upp hjá síra Skúla Þorlákssyni á Grenjaðarstöðum, gekk í Skálholtsskóla, stúdent þaðan um 1685.

Hann vígðist prestur að Svalbarði (líkl. 1690), en tók til fulls við staðnum árið eftir. Í yfirreið byskups 1702 er fundið mjög að niðurníðslu á Svalbarði, og afsagði byskup ábyrgð sína á því, en vildi þó ekki beinlínis dæma prest frá kallinu, með því að hann vildi ekki sleppa því.

Síra Eggert lét af prestskap 1734, en hafði haldið aðstoðarprest frá 1728, síra Jóhann Kristjánsson, sem þá fekk Svalbarð. Fluttist síra Eggert þá að Heiði á Langanesi, en andaðist í Sauðanesi.

Kona 1: Þórunn (f. um 1673, d. 1707) Þorvaldsdóttir prests að Presthólum, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Einar (af honum ættir), Sæmundur (var um tíma í Hólaskóla), Þorvaldur hreppstjóri á Valþjófsstöðum í Núpasveit.

Kona 2 (24. júní 1719). Kristín Einarsdóttir á Harðbak á Sléttu, „Sigurðssonar.

Börn þeirra komust ekki upp (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.