Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jónsson

(31. nóv. 1829–19. júlí 1902)

Bóndi að Kleifum í Gilsfirði.

Foreldrar: Jón Ormsson í Króksfjarðarnesi og kona hans Kristín Eggertsdóttir. Var fróðleiksmaður, hefir samið sögu af Saura-Gísla (hdr. í Lbs.).

Kona 1: Anna Einarsdóttir, Skúlasonar stúdents að Stóru Borg, Þórðarsonar.

Dætur þeirra: Kristín Sofía óg., Anna Þórdís átti Jón skáld Eldon vestan hafs, Margrét átti Theodór Jónsson í Stóra Holti í Saurbæ, Jónína átti Lárus Einarsson að Ásgeirsá.

Kona 2: Ingveldur Sigurðardóttir.

Dætur þeirra: Hildur átti Eggert Magnússon í Tjaldanesi, Ragnheiður giftist vestan hafs, Anna átti Stefán Eyjólfsson að Kleifum (BB. Sýsl.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.