Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jónsson

(20. apríl 1775 [eða 1774]– [1772, Vita] – 24. júlí 1846)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Eggertsson í Holti í Önundarfirði og kona hans Gunnhildur Hákonardóttir prests á Álptamýri, Snæbjarnarsonar. F. í Holti í Önundarfirði. Lærði undir skóla hjá Magnúsi sýslumanni Ketilssyni, en varð stúdent úr heimaskóla frá Geir Vídalín 31. júlí 1796. Hann vígðist aðstoðarprestur móðurföður síns að Álptamýri 1. okt. 1797, en fekk „prestakallið 25. sept. 1798, við uppgjöf hans. Fekk Skarðsþing 18. ág. 1800, í skiptum við síra Ólaf Einarsson, og hélt til dauðadags., en hafði aðstoðarpresta, fyrst síra Jón Jónsson síðar á Prestbakka, 1 ár (1810–11), síðar Friðrik, son sinn, frá 1826.

Hann bjó lengstum (frá 1804) að Ballará og andaðist þar; var erfi haldið eftir hann svo rík- mannlegt, að í minnum var haft. Hann var maður harðdrægur, enda varð hann stórauðugur, og átti lengstum miklar erjur og málaferli við ýmsa menn, jafnt skylda sem vandalausa, og eru mikil málskjöl varðandi hann í handritasöfnum.

Kona (14. sept. 1799): Guðrún (f. 29. dec. 1777, d. 17. júlí 1843) Magnúsdóttir sýslumanns, Ketilssonar. Synir þeirra, er upp komust: Jón stúdent í Fagradal, síra Friðrik Eggerz í Skarðsþingum, Stefán lengstum að Ballará, Torfi stúdent (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.