Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jónsson

(2. mars 1803–16. júlí 1848)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Jónsson að Þóreyjarnúpi (stúdents, Símonarsonar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir sst., Kárasonar. Bjó í Kirkjuhvammi, síðar að Þóreyjarnúpi. Talinn maður vitur og vel að sér. Í Lbs. er eftir hann ritgerð („Lausir þankar“) um bókstafi.

Kona: Guðrún Þorsteinsdóttir á Grund í Vesturhópi, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorsteinn að Haukagili í Vatnsdal, Jónas, Jón á Söndum í Miðfirði (Kirkjubækur í þjskjs.; BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.