Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jóhannsson

(1. nóv. 1860 – 30. dec. 1929)

. Ritstjóri o. fl. Foreldrar: Jóhann (d. 24. febr. 1919) Jóhannsson á Vindheimum í Skagafirði og fyrri kona hans Arnfríður (d. 1876, 40 ára) Jóhannesdóttir á Skatastöðum, Jónssonar. Fór til Vesturheims með foreldrum sínum 1876. Meðritstjóri vikublaðsins Leifs 1883–86 og Heimskringlu 1886–97; ritstjóri Aldarinnar 1894–95., Var síðan skrifstofumaður í landsskjalastofu Manitobafylkis og gegndi því starfi til 1912. Fluttist þá til British Columbia og vann sams konar störf þar til 1917.

Dó í Vancouver, B.C. Þýddi ýmsar sögur, er komu í vestanblöðum; kunnastar eru: Valdimar munkur, Vladimir níhilisti, Kapítóla. Kona (1. okt. 1890): Elín Hjörleifsdóttir á Dyrhólum í Mýrdal, Björnssonar. Börn þeirra (þau rituðu sig Johannsson): Lawrence lögmaður í Vancouver, Joseph í Moose Jaw, Sask., Alexander í Winnipeg, Elen, Ena, Lillian (Tímarit þjóðræknisfélags XII; Vestan um haf, Rv.1930).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.