Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Jochumsson

(15. júlí 1833–27. júní 1911)

Barnakennari. Albróðir síra Matthíasar Jochumssonar skálds (sjá foreldra hans þar). Var 2 ár skrifari Jóns sýslum. Thoroddsens. Bjó um hríð í Melanesi á Rauðasandi, fluttist síðan vestur að Ísafjarðardjúpi og þá til Ísafjarðar, var um tíma í Reykjadal í Þingeyjarþingi, en fluttist vestur aftur 1899, vitavörður í Naustum gegnt Ísafirði. Lengstum barnakennari, síðast í barnaskóla Ísafjarðar.

Skáldmæltur (sjá Lbs.). Rit: Tilraun (guðfræðilegs efnis), Rv. 1903; Hvað er mormónska, Rv. 1911.

Kona 1 (1857): Guðbjörg Ólafsdóttir á Rauðamýri, Bjarnasonar. Synir þeirra: Samúel kennari og skrautritari, síra Matthías í Miðgörðum í Grímsey.

Kona 2: Guðrún Kristjánsdóttir í Gullbringu, Jónssonar.

Börn þeirra: Kristján skrifstm. og kennari, Helga s.k. L. E. Kaabers bankastjóra í Rv., Anna Kristjana átti Sigurmund lækni Sigurðsson, Jochum rithöfundur, Ástríður (Skólablaðið).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.