Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Hákonarson

(1746 [1748, Vita] –24. dec. 1787)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hákon Snæbjarnarson á Álptamýri og kona hans Guðrún Jónsdóttir lögréttumanns í Hnífsdal, Jónssonar. F. á Eyri í Skutulsfirði.

Var mjög vanheill fram eftir aldri, lærði í Skálholtsskóla, stúdent þaðan 1772, með hinum prýðilegasta vitnisburði. Hann var síðan bóndi nokkur ár. Fekk 1. mars 1777 uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni.

Vígðist 10. júlí 1785 aðstoðarprestur síra Markúsar Snæbjarnarsonar í Flatey, fekk það prestakall 1. júní 1787, eftir lát síra Markúsar, en andaðist úr brjóstveiki eftir fáa mánuði.

Hann var afburðamaður og glíminn, vel stilltur, hverndagslega glaður og skemmtinn, vel að sér í mörgu, einkum fornfræði, mjög vel látinn af sóknarfólki sínu.

Kona (1775): Kristín (d. 17. júlí 1816, nær áttræðu) Markúsdóttir prests í Flatey, Snæbjarnarsonar.

Börn þeirra: Sesselja varð fyrst s. k. síra Gunnlaugs Sveinssonar í Vatnsfirði, átti síðar síra Teit Jónsson að Kvennabrekku, síðast (að því er sumir telja) Sigurð stúdent Sigurðsson í Geitareyjum (bl. með öllum mönnum sínum), Guðrún (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.