Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Helgason

(9. jan. 1830–17. júní 1910)

Hreppstjóri og barnakennari.

Foreldrar: Helgi Vigfússon í Gröf í Víðidal og kona hans Ósk Sigmundsdóttir í Melrakkadal, Jónssonar.

Bjó á Kárastöðum fardagaárið 1857–8, en síðan í Helguhvammi til 1896. Framfaramaður mikillí búnaði og fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda. Hugvitsmaður mikill og smiður ágætur, fjölhæfur, söngmaður og vel að sér um söng.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (20. júní 1857). Margrét Halldórsdóttir, Brynjólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Baldvin í Helguhvammi, Hólmfríður fór til Vesturheims, Margrét giftist í Siglufirði, Sigurósk, Elísabet átti Tryggva hreppstjóra Bjarnason í Kothvammi (Óðinn VIT; Bjarmi, 6. árg.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.