Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arngrímur Gíslason
(8. jan. 1829–21. febr. 1887)
Málari.
Foreldrar: Gísli skáld Gíslason í Skörðum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Nam fyrst rennismíðar í Rv., síðan bókband á Ak. Völundur á hverja grein. Málaði mannamyndir og altarisbríkur. Vaskur maður, syndur vel. Söngmaður mikill, fiðlari og söngfróður. Drykkfelldur nokkuð.
Kona 1: Margrét Magnúsdóttir. Af börnum þeirra komst upp: Nanna átti Benedikt Jónsson frá Stóru Völlum í Bárðardal; þau fóru til Vesturheims.
Kona 2: Þórunn Hjörleifsdóttir prests á Völlum, Guttormssonar, ekkja Þórarins Stefánssonar á Skjöldólfsstöðum. Af börnum þeirra komust upp: Angantýr búfræðingur, verzlunarstj. á Þingeyri, Petrína kona Baldvins Baldvinssonar „vesturfaraagents“, Björg átti Jóhann í Seli á Árskógsströnd Sigurðsson (Sunnanfari IX; Matthías Þórðarson: Ísl. listamenn, TI., Rv. 1925).
Málari.
Foreldrar: Gísli skáld Gíslason í Skörðum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Nam fyrst rennismíðar í Rv., síðan bókband á Ak. Völundur á hverja grein. Málaði mannamyndir og altarisbríkur. Vaskur maður, syndur vel. Söngmaður mikill, fiðlari og söngfróður. Drykkfelldur nokkuð.
Kona 1: Margrét Magnúsdóttir. Af börnum þeirra komst upp: Nanna átti Benedikt Jónsson frá Stóru Völlum í Bárðardal; þau fóru til Vesturheims.
Kona 2: Þórunn Hjörleifsdóttir prests á Völlum, Guttormssonar, ekkja Þórarins Stefánssonar á Skjöldólfsstöðum. Af börnum þeirra komust upp: Angantýr búfræðingur, verzlunarstj. á Þingeyri, Petrína kona Baldvins Baldvinssonar „vesturfaraagents“, Björg átti Jóhann í Seli á Árskógsströnd Sigurðsson (Sunnanfari IX; Matthías Þórðarson: Ísl. listamenn, TI., Rv. 1925).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.