Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Hannesson

(16. og 17. öld)

Lögréttumaður í Snóksdal.

Foreldrar: Hannes Björnsson í Snóksdal og kona hans Guðrún Ólafsdóttir að Hofi í Vatnsdal, Jónssonar sýslumanns að Geitaskarði, Einarssonar.

Kona (1609): Halldóra Hákonardóttir sýslumanns í Nesi við Seltjörn, Björnssonar.

Börn þeirra: Jón eldri bl., Jón yngri á Hofstöðum í Miklaholtshreppi, Hannes í Snóksdal, Ragnheiður átti fyrr síra Sigurð Ólafsson í Miðdalaþingum, síðar Pálma Henriksson á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, Þórunn átti fyrr Finn Steindórsson, Finnssonar, síðar Þorvarð Runólfsson að Leikskálum (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.