Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eggert Finnsson
(23. apríl 1852– 26. jan. 1946)
. Bóndi.
Foreldrar: Finnur (d. 15. mars 1900, 72 ára) Einarsson á Meðalfelli í Kjós og kona hans, Kristín (d. 7. ág. 1914, 85 ára) Stefánsdóttir prests á Reynivöllum, Stephensens. Nam búfræði á Stend í Noregi 1880 –82. Hóf búskap á Meðalfelli 1885 og bjó þar síðan. Umbótamaður um ræktun og húsabætur; brautryðjandi um notkun hestaverkfæra og votheysgerð.
Nærgætinn um lækningar og hjúkrun. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni; átti þátt í stofnun Sláturfélags Suðurlands. Heiðursfélagi búnaðarsambands Kjalarnesþings. R. af fálk, Ritstörf: Grein um vothey í Búnaðarriti 1902. Kona (18. júní 1887): Elín (d. 10. júní 1940, 84 ára) Gísladóttir prests á Reynivöllum, Jóhannessonar.
Sonur þeirra: Jóhannes Ellert á Meðalfelli (Br7.; Óðinn XXIV).
. Bóndi.
Foreldrar: Finnur (d. 15. mars 1900, 72 ára) Einarsson á Meðalfelli í Kjós og kona hans, Kristín (d. 7. ág. 1914, 85 ára) Stefánsdóttir prests á Reynivöllum, Stephensens. Nam búfræði á Stend í Noregi 1880 –82. Hóf búskap á Meðalfelli 1885 og bjó þar síðan. Umbótamaður um ræktun og húsabætur; brautryðjandi um notkun hestaverkfæra og votheysgerð.
Nærgætinn um lækningar og hjúkrun. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni; átti þátt í stofnun Sláturfélags Suðurlands. Heiðursfélagi búnaðarsambands Kjalarnesþings. R. af fálk, Ritstörf: Grein um vothey í Búnaðarriti 1902. Kona (18. júní 1887): Elín (d. 10. júní 1940, 84 ára) Gísladóttir prests á Reynivöllum, Jóhannessonar.
Sonur þeirra: Jóhannes Ellert á Meðalfelli (Br7.; Óðinn XXIV).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.