Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Einarsson

(1. júní 1846–5. dec. 1912)

. Bóndi. Foreldrar: Einar (d. 1. sept. 1855, 48 ára) Eggertsson á Brúnavöllum á Skeiðum og kona hans Vilborg Ketilsdóttir í Skálholti, Þorgeirssonar. Bóndi í Vaðnesi í Grímsnesi í 44 ár, Framfara- og atkvæðamaður í bændastétt.

Hlaut heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX. 1899. Kona (31. okt. 1872): Þóra (f. 5. nóv. 1841) Sigfúsdóttir trésmiðs á Eyrarbakka, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Bjarni oddviti og sýslunefndarm. á Eyrarbakka, Vilborg átti Magnús Þorkelsson í Vaðnesi, Sigþrúður átti Engilbert Sigurðsson á Kröggólfsstöðum (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.