Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Brím (Ólafsson)

(5. júlí 1840–9. mars 1893)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur trésmiður og skáld Briem á Grund í Eyjafirði og kona hans Dómhildur Þorsteinsdóttir á Stokkahlöðum, Gíslasonar. Lærði tæpa 4 vetur hjá síra Birni Halldórssyni að Laufási. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1855, stúdent 1861, með 2. einkunn (77 st.).

Var síðan 4 ár kennari á vetrum á Ísafirði, verzlunarmaður á sumrum. Próf úr prestaskóla 1867, með 1. einkunn (43 st.).

Vígðist 1. sept. 1867 aðstoðarprestur síra Þórarins Erlendssonar að Hofi í Álptafirði, fekk Höskuldsstaði 20. apríl 1871, fluttist þangað 1872, fekk þar lausn frá prestskap 1. apríl 1890, fluttist til Rv. 1891 og andaðist þar. Vel gefinn maður og vel að sér, einkum um sögu Íslands, ættvísi og málfræði; var og skáldmæltur. Ritstörf: Sá um: Tyrkjaránssögu, Rv. 1866; Ásmundarsögu írska, Rv. 1866; Noregskonungasögur I–II, Rv. 1892–3; Rímnadómurinn í Norðanfara, Rv. 1866; ritgerðir í Tímariti bmf. 1882 (Víg Gríms á Kálfskinni), 1883 (Loptur ríki), 1884 (dómur um „Privatboligen pá Island“); Athuganir við Sturlungasögu (í Arkiv f. nord. filol. 1892) og fornvísnaskýringar þar s. á.; Gizur Þorvaldsson (leikrit, í Draupni 1895–"7) ; Athugasemdir við fornættir (í Safni III). Þýð. (með öðrum): H. Ibsen: Víkingarnir á Hálogalandi, Rv. 1892; Greinir í Skuld, Kirkjubl. og, má vera, í fl. blöðum. Hann safnaði mörgum handritum, og eru þau nú í Lbs.

Kona (25. maí 1872): Ragnhildur (f. 6. júní 1842, d. 20. mars 1910) Þorsteinsdóttir prests á Kálfafellsstað, Einarssonar; þau bl. (Vitæ ord. 1867; Óðinn TI; Bjarmi 1912; Kirkjubl., 3. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.