Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Briem (Eiríksson)

(17. júlí 1879–26. júlí 1939)

Bóndi í Viðey.

Foreldrar: Síra Eiríkur prófessor Briem og kona hans Guðrún Gísladóttir læknis, Hjálmarssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1893, lauk þar prófi 4. bekkjar 1897, með 2. einkunn (71 st.). Stundaði síðan búfræðinám í landbúnaðarháskólanum í Kh. Setti eftir það bú í Viðey, en seldi skömmu fyrir lát sitt og andaðist í Rv.

Var um tíma forseti búnaðarfélags Íslands. Ritstörf: Um Harald hárfagra, Rv. 1915; ritgerðir í Frey, Andvara og blöðum.

Kona 1: Katrín Pétursdóttir kaupmanns í Bíldudal og víðar, Thorsteinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg átti enskan kaupmann; Ásthildur hjúkrunarkona átti Þórð kaupmann Flygenring í Hafnarfirði, Sverrir stórkaupm. í Rv., Gyða átti fyrr Héðin forstjóra Valdimarsson, síðar Guðmund fasteignasala Þorkelsson í Rv., Eiríkur rafmagnsveitustj. ríkisins, Guðrún átti Pétur sendiherra Benediktsson.

Kona 2: Halla Sigurðardóttir sýslum. í Kaldaðarnesi, Ólafssonar; þau bl. (Skýrslur; Óðinn XXVI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.