Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Bjarnason

(1705–3. jan. 1782)

Bóndi að Skarði.

Foreldrar: Bjarni sýslumaður ríki Pétursson að Skarði og kona hans Elín Þorsteinsdóttir að Skarði, Þórðarsonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Halldórssyni í Hítardal, gerðist þá sveinn Benedikts lögmanns Þorsteinssonar, bjó fyrst að Yzta Mói og varð lögréttumaður, síðar í Lögmannshlíð, Ballará, Ytra Felli, Skarði, andaðist hjá dóttur sinni í Búðardal. Var auðmaður og í röð fyrirmanna.

Kona: Ragnheiður (d. 10. júní 1767) Þórðardóttir prests á Völlum, Oddssonar,

Börn þeirra: Síra Jón í Holti í Önundarfirði, Ragnhildur f. k. Magnúsar sýslumanns Ketilssonar í Búðardal, Elín var geðbiluð, óg. og bl. (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.