Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert Benediktsson

(29. ág. 1861–22. júlí 1936)

Bóndi o. fl.

Foreldrar: Síra Benedikt Eggertsson að Vatnsfirði og kona hans Agnes Þorsteinsdóttir í Núpakoti, Magnússonar. Var um tíma í Reykjavíkurskóla, síðan að verzlunarnámi í Kh., bókhaldari í Papósverzlun 1885–8, verzlunarstjóri sst. 1888–97.

Keypti þá Laugardælur í Flóa og var þar til æviloka. Var athafnamaður og hafði traust manna. Samtímis búi sínu stýrði hann um hríð pöntunarfélagi á Stokkseyri, var hreppstjóri, 2. þm. Árn. 1902. Var einn forgöngumanna að stofnun sláturfélags Suðurlands og jafnan endurskoðandi reikninga þess, átti þátt að viðbúnaði Flóaáveitu, mjólkurbús Flóamanna o. fl. R. af fálk. 1. dec. 1935.

Kona (11. sept. 1890): Guðrún Solveig Bjarnadóttir prests að Stafafelli, Sveinssonar.

Börn þeirra: Agnes átti Kristin Friðfinnsson málara í Rv., Lára gift í Kh., Anna átti Stein verkfr. og bæjarstjóra Steinsen á Akureyri, Rósa Sigríður átti fyrst Berg kennara Sigurðsson, síðar Bjarna verkfr. Jósepsson í Rv., Stefanía gift í Kh., Ragna átti danskan mann, er í Rv., Bjarni í Rv., Benedikta átti síra Sigurð Haukdal að Bergþórshvoli, Bogi ráðsm. fél. „Fáks“ í Rv. (Alþtíð. 1937; Alþingismannatal o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.