Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert (Ólafur) Gunnarsson

(26. júlí 1840–?)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Síra Gunnar Gunnarsson að Laufási og kona hans Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir sýslumanns Briems.

Var umboðsmaður Munkaþverárklausturs 1864–82, bjó að Espihóli 1866–69, á Laugalandi í Eyjafirði 1876–9, var um hríð kaupfélagsstjóri á Akureyri. 2. þm. Norðmýl. 1875–9. Fór af landi um 1882 af fjárkröggum. Mikilhæfur maður og stórhuga.

Kona (12. júlí 1867) Elín Sigríður (d. 17. jan. 1869) Magnúsdóttir R. stúdents og umboðsmanns Ólsens á Þingeyrum; þau bl. (Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.