Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert (Ólafur) Briem (Gunnlaugsson)

(15. okt. 1811–11. mars 1894)

Sýslumaður.

Foreldrar: Gunnlaugur sýslumaður Briem og kona hans Valgerður Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar. Lærði fyrst hjá síra Einari Thorlacius í Saurbæ, tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1827, stúdent 1831, með heldur góðum vitnisburði. Var síðan skrifari föður síns og settur um tíma fyrir Eyjafjarðarsýslu 1834.

Fór utan til háskólans í Kh. 1835, skráður í stúdentatölu þar s.á., með 1. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1836, með ágætiseinkunn, próf í lögfræði 23. apríl 1841, með 2. einkunn í báðum prófum (101 st.). Fór s. á. í stiftamtsskrifstofuna í Rv., settur 10. júlí 1843 sýslumaður í Rangárþingi, 13. júní 1844 í Ísafjarðarsýslu, fekk hana 25. apríl 1845, bjó á Melgraseyri. Fekk Vaðlaþing 1. júní 1848 (bjó að Espihóli), Rangárþing 17. apríl 1858 (en fór þangað ekki), Hegranesþing 18. febr. 1861, bjó þar fyrst á Hjaltastöðum, síðar á Reynistað. Var 18. febr. 1876 settur í Húnavatnsþingi og fekk þá sýslu 2. nóv. s. á., en var 12. apríl næsta ár leyft að halda hinni fyrri sýslu sinni. Fekk lausn 29. mars 1884, frá 1. ág. það ár, fluttist síðan til Rv. og andaðist þar. Var 1. þjóðfm. Eyf. 1851. R. af dbr. 30. ág. 1880).

Kona: Ingibjörg (f. 16. sept. 1827, d. 15. sept. 1890) Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Eiríkur prestaskólakennari, Gunnlaugur verzlunarstjóri í Hafnarfirði, Valgerður (dó 1884, óg. og bl.), Kristín f.k. Valgarðs landsféhirðis Claessens, Ólafur alþm. á Álfgeirsvöllum, Halldór bókavörður, Páll (Jakob) amtmaður, Elín Rannveig átti fyrr Sæmund guðfræðing Eyjólfsson, síðar Stefán verzlunarstjóra Jónsson að Sauðárkróki, Sigurður póstmálastjóri í Rv., Sigríður s. k. Helga verzlunarstjóra í Borgarnesi, Jónssonar, Eggert aðaldómari, síra Vilhjálmur á Staðastað, síðar bankafulltrúi, Jóhanna Katrín Kristjana átti síra Einar Pálsson í Reykholti (Bessastaðask.; BB Sýsl:s Tímar. bmf. 1882; KIJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.