Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert (Ólafur) Briem (Eggertsson)

(25. júlí 1867–7. júlí 1936)

Aðaldómari.

Foreldrar: Eggert sýslumaður Briem á Reynistað og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1881, stúdent 1887, með 1. einkunn (98 st.), tók próf í lögum í háskólanum í Kh. 9. mars 1893, með 1. einkunn (133 st.). Settur málflm. í landsyfirdómi 6. sept. 1893, settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 21. febr. 1896, fekk Hegranesþing 26. okt. 1897 (hafði verið settur þar 30. sept. s.á.), varð skrifstofustjóri í stjórnarráði (fjármáladeild) 2. mars 1904, í dómsmáladeild 1909, var jafnframt tvívegis (1908 og 1911) settur yfirdómari. Var fyrir hönd stjórnarráðsins endurskoðandi landsbankans frá nýári 1909, prófdómari í lögfræði í háskóla Íslands frá 1912, sat um hríð í stjórn búnaðarfélags Íslands og niðurjöfnunarnefnd Rv. Varð yfirdómari í landsyfirdómi 20. sept. 1915, frá 1. okt. s. á., dómari í aðaldómi („hæstarétti“) 1. dec. 1919, fekk þar lausn 13. sept. 1935. R. af dbr. 21. maí 1913, stórr.* af fálk. 1. dec. 1926. Þýð. K. Maurer: Yfirlit yfir lagasögu Íslands, Ak. 1899).

Kona: Guðrún Jónsdóttir prests að Auðkúlu, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Sigríður kvennaskólakennari, Gunnlaugur skrifstofustjóri í stjórnarráði (BB. Sýsl.; KIJ. Lögfr.; Óðinn XXVI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.