Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eggert (Magnússon) Vatnsdal

(9. mars 1831–14. mars 1916)

Skipstjóri o. fl.

Foreldrar: Magnús í Skáleyjum Einarsson í Svefneyjum (Sveinbjarnarsonar) og kona hans Sigríður Einarsdóttir í Skáleyjum, Ólafssonar. Gerðist snemma karlmenni og kappgjarn. Nam stýrimannafræði í Flensborg, eignaðist sjálfur skip og sókti það til Noregs, stýrði því sjálfur um hríð og rak verzlun við Noreg. Lét af siglingum 1866, bjó síðan í Hjarðarnesi á Barðaströnd í 20 ár, gerðist atkvæðamaður, hreppstjóri og oddviti og búmaður mikill. Fluttist til Vesturheims 1886. Rak hann þar búskap og farnaðist vel, fyrst í Pembina í N.-Dak., síðar í Saskatchewan.

Kona (1863): Sofía (d. 1907) Friðriksdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Halldóra Sigríður átti Björn kaupm. Austfjörð í Hensel í N.-Dak., Elías í Mogart í Sask., Friðrik kaupm. í Wadena í Sask., Þórður kaupm. sst.

Launsonur hans: Ólafur hreppstjóri í Króksfjarðarnesi (Óðinn XIV; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.