Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eggert (Jean E.) Claessen
(16. ág. 1877 – 21. okt. 1950)
.
Málaflutningsmaður. Foreldrar: Jean Valgard (d. 27. des. 1918, 68 ára) Claessen kaupmaður á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir, og fyrri kona hans Kristín (d. 10. dec. 1881, 32 ára) Eggertsdóttir sýslumanns Briem.
Stúdent í Reykjavík 1897 með 1. einkunn (96 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 26. júní 1903 með 1. einkunn (125 st.). Settur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 8. nóv. 1903; skipaður aðstoðarmaður í stjórnarráði Íslands (2. skrifstofu) frá ". febr. 1904; settur aftur málaflm. við landsyfirréttinn 10. júlí 1906; veitt það starf frá 1. okt. s.á. Lauk prófi sem hæstaréttarmálaflm. 22. júní 1920. Skipaður bankastjóri í Íslandsbanka 1. júní 1921; gegndi því þar til bankinn hætti störfum 3. febr. 1930.
Varð aftur hæstaréttarmálaflm. 14. apríl 1930 og síðan til æviloka. Var um skeið formaður heimastjórnarfélagsins Fram; skipaður í peningamálanefnd 2. sept. 1910. Var í stjórn margra félaga; einn af stofnendum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og lengi í stjórn þess; yfirmaður Oddfellowreglunnar á Íslandi 1930–36; einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands 17. jan. 1914 og í stjórn þess frá upphafi; formaður stjórnar þess E frá 1926 til æviloka; stjórnskipaður form. í fyrstu fasteignamatsnefnd Reykjavíkur; einn af stofnendum Málaflutningsmannafélags Íslands og formaður þess um skeið; í stjórn happdrættisráðs háskólans 1933 –34; framkv.stj. Vinnuveitendafél. Íslands frá stofnun þess 1934 og til æviloka. R. af dbr.; str. af fálk,; str. af fálk.
Kona 1 (22.sept.1903): Guðrún Sophia (f. 25. mars 1873, d. 28. nóv. 1943) Jónasdóttir landlæknis Jónassens; þau skildu; bl. Kona 2 (27. mars 1924): Soffía (f. 22. júlí 1885) Jónsdóttir fræðslumálastjóra, Þórarinssonar. Börn þeirra: Laura Frederikke átti Hjört viðskiptafræðing Pétursson; Kristín Anna átti Guðmund lögfræðing Benediktsson frá Húsavík (Agnar Kl. J.: Lögfr.; o. fl.).
.
Málaflutningsmaður. Foreldrar: Jean Valgard (d. 27. des. 1918, 68 ára) Claessen kaupmaður á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir, og fyrri kona hans Kristín (d. 10. dec. 1881, 32 ára) Eggertsdóttir sýslumanns Briem.
Stúdent í Reykjavík 1897 með 1. einkunn (96 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 26. júní 1903 með 1. einkunn (125 st.). Settur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 8. nóv. 1903; skipaður aðstoðarmaður í stjórnarráði Íslands (2. skrifstofu) frá ". febr. 1904; settur aftur málaflm. við landsyfirréttinn 10. júlí 1906; veitt það starf frá 1. okt. s.á. Lauk prófi sem hæstaréttarmálaflm. 22. júní 1920. Skipaður bankastjóri í Íslandsbanka 1. júní 1921; gegndi því þar til bankinn hætti störfum 3. febr. 1930.
Varð aftur hæstaréttarmálaflm. 14. apríl 1930 og síðan til æviloka. Var um skeið formaður heimastjórnarfélagsins Fram; skipaður í peningamálanefnd 2. sept. 1910. Var í stjórn margra félaga; einn af stofnendum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og lengi í stjórn þess; yfirmaður Oddfellowreglunnar á Íslandi 1930–36; einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands 17. jan. 1914 og í stjórn þess frá upphafi; formaður stjórnar þess E frá 1926 til æviloka; stjórnskipaður form. í fyrstu fasteignamatsnefnd Reykjavíkur; einn af stofnendum Málaflutningsmannafélags Íslands og formaður þess um skeið; í stjórn happdrættisráðs háskólans 1933 –34; framkv.stj. Vinnuveitendafél. Íslands frá stofnun þess 1934 og til æviloka. R. af dbr.; str. af fálk,; str. af fálk.
Kona 1 (22.sept.1903): Guðrún Sophia (f. 25. mars 1873, d. 28. nóv. 1943) Jónasdóttir landlæknis Jónassens; þau skildu; bl. Kona 2 (27. mars 1924): Soffía (f. 22. júlí 1885) Jónsdóttir fræðslumálastjóra, Þórarinssonar. Börn þeirra: Laura Frederikke átti Hjört viðskiptafræðing Pétursson; Kristín Anna átti Guðmund lögfræðing Benediktsson frá Húsavík (Agnar Kl. J.: Lögfr.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.